Breyttur æfingatími á morgun, fimmtudag

Sælar, stúlkur. 

Það er kappleikur á Bessastaðavelli kl. 19 á morgun, fimmtudag. 

Af þeim sökum æfum við frá kl. 17:15. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Æfum í dag

Sælar, stúlkur. 

Mat það svo eftir æfingu í gær að það væri rétt að hvíla í dag. Hef fengið viðbrögð frá nokkrum ykkar vegna þessa og hef augljóslega ekki lesið fyllilega rétt í aðstæður, taldi að það myndi létta af okkur allri pressu að hvíla í dag, taka létta æfingu á fimmtudag og mæta hæfilega kærulausar til leiks á laugardag. Stundum virkar slíkt.

Höldum því okkar striki og æfum í dag, frá kl. 18. 

Skynja það reyndar svo að planið fyrir maí mánuð sé nokkuð stíft og hef fengið athugasemdir vegna þess. Það er sjálfsagt mál að endurskoða það. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Æfing fellur niður á morgun, miðvikudag

Sælar, stúlkur. 

Æfing fellur niður á morgun, miðvikudag. 

Hvet stúlkur til þess að gera eitthvað í staðinn, t.d. fara út að ganga eða taka létta æfingu í líkamsræktinni. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Dagskrá í maí

Sælar, stúlkur.

Birti hér dagskrá í maí (sunnudagsæfingar inni):

1. maí, mánudagur, kl. 11-12:30, æfing (gervigras).
2. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
3. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
4. maí, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
6. maí, laugardagur, kl. 14, leikur gegn HK/Víkingi í Bikarkeppni KSÍ (Kórinn).

8. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
9. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
10. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
11. maí, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
13. maí, laugardagur, kl. 14, leikur gegn Völsungi í Íslandsmóti (Bessastaðavöllur).

15. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
16. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
17. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
18. maí, fimmtudagur, kl. 18-19, æfing (gervigras).
19. maí, föstudagur, kl. 19:15, leikur gegn Aftureldingu/Fram í Íslandsmóti (Bessastaðavöllur).

21. maí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (grasvöllur).
22. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur og lyftingasalur).
23. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).
24. maí, miðvikudagur, kl. 18-19, æfing (grasvöllur).
25. maí, fimmtudagur, kl. 19:15, leikur gegn Hvíta riddaranum í Íslandsmóti (Tungubakkavöllur).

28. maí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (gervigras).
29. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
30. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
31. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).

Vek athygli á að 28. til og með 31. maí mun ég ekki stjórna æfingum þar sem ég verð í útlöndum á ráðstefnu á vegum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.

Birgir Jónasson þjálfari.