Aðgangur að líkamsrækt

Sælar, stúlkur.

Nokkur atriði varðandi aðgang að líkamsræktinni.

Ég er búinn að senda uppfærðan iðkendalista sem á að liggja frammi í afgreiðslu sundlaugar Álftaness.

Þær stúlkur sem eiga Garðakort þurfa að tryggja að fyllt sé á kortið með inneign. Það er gert í afgreiðslu sundlaugarinnar. Þær stúlkur sem ekki eiga Garðakort þurfa að panta það í afgreiðslu sundlaugarinnar. Stúlkur þurfa að leggja út fyrir því en Ármann gjaldkeri mun svo endurgreiða ykkur. Kortið kostar 800 kr.

Garðakort veitir ykkur svo aðgang að líkamsræktinni og sundlauginni. Brýnt er hins vegar að þið skráið ykkur í afgreiðslu, líkt og aðrir viðskiptavinir, en það er hluti samkomulagsins við Gym heilsu.

Birgir Jónasson þjálfari.