Mögulega breyttur æfingatími á fimmtudag

Sælar, stúlkur. 

Veðurspá fyrir fyrri hluta dags á fimmtudag er ekki spennandi. Ráðgert var að hafa æfingu kl. 12 umræddan dag en eins og spár líta út er hætta á að vindhraði verði 10 metrar á sekúndu (eitthvað þó að draga úr).

Við verðum að sjá til með hvað verður. Eins og staðan er núna er mögulegt að við þurfum að færa æfinguna til síðari hluta dag, þá til kl. 18. Skýrist það væntanlega annað kvöld.  

Vil svo vekja athygli á að leikurinn á laugardag verður kl. 13 í stað kl. 16. Um breytingu hjá KSÍ er að ræða. 

Birgir Jónasson þjálfari.