Áhugaverð grein um hnémeiðsli

Sælar, stúlkur. 

Vil vekja athygli ykkar á áhugaverðri grein inni á heimasíðu Fótbolta.net um hnémeiðsli og fyrirbyggjandi þjálfun. Sjá: http://fotbolti.net/news/25-04-2017/er-thetta-ekki-komid-nog. Greinin vísar einnig á áhugaverða ritgerð greinarhöfundar um efnið. 

Greinin svarar e.t.v. engum spurningum en vekur lesendur til umhugsunar um mögulegar ástæður tíðra hnémeiðsla. Það eru líklega engar töfralausnir til, en ég hef þó lengi verið þeirrar skoðunar að mjög fyrirbyggjandi sé að leika á gervigrasskóm á gervigrasi, einkum á þurru grasi og grasi innandyra. Þá er ég einnig þeirrar skoðunar að eigi að vera unnt að leika á takkaskóm á gervigrasi þurfi að bleyta yfirborð vallar. 

Birgir Jónasson þjálfari.