Æfing fellur niður á morgun, þriðjudag, æft á miðvikudag í staðinn

Sælar, stúlkur. 

Æfing fellur niður á morgun, þriðjudag. Æfum þess í stað á miðvikudag. Það eru kappleikir á vellinum hjá 5. flokki drengja og því getum við ekki byrjað æfingu fyrr en kl. 18:15 (þurfum mögulega að hita upp á grasvellinum).  

Æfum í ca 75 mínútur og förum svo inn í félagsaðstöðu þar sem við munum setjast niður og setja okkur markmið fyrir sumarið. Munum beita nokkuð hefðbundnum aðferðum við það verk, þ.e. skipta ykkur upp í hópa og fá fram hugmyndir/tillögur að markmiðum. Að því búnu munum við sameinast um tvö til þrjú markmið. Loks munum við finna leiðirnar að markmiðum okkar og setja fram tillögur um það.

Birgir Jónasson þjálfari.