Staðan á búningamálum o.fl.

Sælar, stúlkur. 

Fín æfing í kvöld og við hvílum svo á morgun, föstudag. 

Eins og staðan er núna eru meiri líkur en minni að nýir keppnisbúningar verði tilbúnir fyrir laugardag. Þá eru einnig meiri líkur en minni að við hittumst kl. 11 á laugardag á Kaffi Álftanesi. Skýrist á morgun, líklega síðari hluta dags.

Mun svo kunngera nánari tilhögun fyrir kappleikinn síðari hluta dags á morgun. 

 

Birgir Jónasson þjálfari.