Álftanes - Fjölnir, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Stutt endurgjöf vegna leiksins í gær. Í sjálfu sér ekki miklu við að bæta sem við ræddum um eftir leik, við náðum ekki að sýna okkar allra bestu hliðar og það voru þessi smáatriði sem ekki gengu. Lékum þó alls ekki illa. Það vantaði herslumuninn hjá okkur sóknarlega og okkur var refsað fyrir það, mjög grimmilega, ítrekað og þriggja marka ósigur gefur ekki rétta mynd af gangi leiksins.

Við reyndum allan leikinn og stúlkur gáfust aldrei upp og fyrir það fær liðið hrós. Stutt í næsta leik og við fáum ekki langan tíma til þess að sleikja sárin. Höldum áfram stúlkur og látum ekki deigan síga.

Birgir Jónasson þjálfari.