Álftanes - Augnablik, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur.

Örstutt endurgjöf vegna leiksins við Augnablik.

Hörkuleikur og að miklu að keppa eins og við ræddum um. Lékum tvö leikkerfi en sömu taktík. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera undir og taktíkin gekk ekki nægjanlega vel varnarlega (of lítil pressa á leikmann með knött) en í hinum síðari vorum við mun betra liðið. Náðum þá að þétta raðirnar og í raun átti Augnablik aldrei möguleika að skora í síðari hálfleik, að mínu mati, eftir að hafa valdið okkur nokkrum vandræðum í hinum fyrri. Mörk okkar voru mjög góð og komu eftir samvinnu tveggja manna með einföldum hætti (Erla og Oddný).

Ég er ánægður með vinnuframlagið og viljann hjá okkur. Á köflum náðum við góðum spilaköflum en þess á milli einkenndist leikurinn af stöðubaráttu. Heilt yfir mjög góð frammistaða sem við getum við verið stolt af.

Birgir Jónasson þjálfari.