Afturelding/Fram - Álftanes, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur. 

Ætla að fjalla örstutt um leikinn gegn Aftureldingu/Fram á miðvikudag. 

Áttum ekki okkar allra besta dag og leikurinn var kaflaskiptur. Áttum góða kafla seint í fyrri hálfleik, í byrjun hins síðari og síðasta hluta hans. Mættum hins vegar ofjörlum okkar og vorum ekki nálægt því að taka stig í leiknum. Niðurstaðan því sanngjarn 3-0 sigur Aftureldingar/Fram.

Fórum yfir það fyrir leik að til þess að ná í a.m.k. stig þyrftu allar stúlkur að eiga sinn besta leik. Það var ekki uppi á teningnum og mikið var af tæknifeilum í leik okkar, s.s. slæmum móttökum og sendingum.  

Heilt yfir er ég sæmilega sáttur við frammistöðuna, enda mótherjinn sterkur. Við erum einfaldlega ekki með eins gott lið og Afturelding/Fram sem hefur mikla breidd og hefur sýnt mikinn stöðugleika í sumar. Því fór sem fór.  

Nú þurfum við að sleikja sárin, safna vopnum okkar og gera okkur klárar fyrir næstu leiki, en nóg er af þeim. 

Birgir Jónasson þjálfari.