Jólafrí í körfuboltanum :)

Síðasta æfing hjá strákum á Álftanesi í körfubolta verður á miðvikudaginn 18. des.
Æfingar hefjast aftur á nýju ári föstudaginn 3. jan.

Jóla- og nýarskveðjur frá okkur þjálfurunum,

Ragnar Elvar og Jón Ólafur.

Jólamótið - dagskrá.

Núna er komin dagskrá fyrir jólamótið í körfubolta á laugardaginn.
1. og 3. bekkur spila saman í öðru liðinu og er það skipað:
Aron, Ævar og Vaka úr 3.bekk og Elvar og Ársæll í 1.bekk.

Mótið fer fram í Seljaskóla í Breiðholti núna á laugardaginn 30. nóv.

Liðið spilar þrjá leiki og byrjar sá fyrsti kl: 11.05 og ætlum við því að mæta þangað kl: 10.40.
Síðasti leikurinn byrjar svo kl: 13.10 og er búinn kl: 13.35.
_______________________________________________________________________
3. og 4. bekkur spila saman í hinu liðinu og er það skipað:
Andrés, Bjarni og Ísar úr 4.bekk og Baldur, Kristján og Valur úr 3. bekk.

Mótið fer fram í Seljaskóla í Breiðholti núna á laugardaginn 30. nóv.

Liðið spilar þrjá leiki og byrjar sá fyrsti kl: 17.20 og ætlum við því að mæta þangað kl: 16.55.
Síðasti leikurinn byrjar svo kl: 19.50 og er búinn kl: 20.15.
Ég fékk skilaboð með að því miður sé þetta svona langt fram á kvöld vegna metþátttöku.
Það er verið að skoða það að stytta mótið á laugardaginn og þá læt ég ykkur vita.

Við þjálfararnir komum með búninga en börnin þurfa að hafa með sér hollt nesti milli leikja.

Allar nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8631502.
Kveðja,
Þjálfarar.

Jólamót Nettó 30.nóv - 1.des hjá 1. - 4. bekk.


Helgina 30.nóv.– 1. des. n.k. mun körfuknattleiksdeild ÍR standa fyrir stórmóti í samvinnu við
Nettó. Mótið er fyrir drengi og stúlkur, sem fædd eru 2002 –2007. Keppt verður í Hertz hellinum,
íþróttahúsinu við Seljaskóla.
Leikið verður 2 x 10 mínútur og verður leiktíminn ekki stöðvaður og spilað 5 á 5. Stigin
verða ekki talin.
Þátttökugjald er 2500 krónur á hvern leikmann. Innifalið er nestispakki og verðlaun fyrir
alla. Frítt er fyrir þjálfara og einn aðstoðarmann.

Liðin leika sína leiki aðeins annan daginn þ.e. annað hvort laugardaginn 30.nóv eða sunnudaginn 1.des.

Við viljum auðvitað fá sem flesta og biðjum ykkur að skrifa tímanlega í athugasemd hér að neðan 
hvort barnið ykkar komi.

Körfuboltakveðja,
Ragnar og Jón.

Takk fyrir og horft á mynd hjá 6. og 7. bekk föstudaginn 22.nóv

Foreldrar og strákar í 7.flokki Álftanessí körfuknatlleik.

Takk kærlega fyrir mótið um helgina. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir að vera
frekar fáir og þurfa að spila mikið. Þeir eru að bæta sig jafnt og þétt og verða bara betri með meiri æfingu.
Næsta föstudag þann 22.nóvember ætlum við að horfa á mynd eftir æfingu um kl: 16.00.
Strákarnir mega koma með snakk, popp, safa eða gos með sér og við
gerum okkur glaðan dag.
Þetta verður búið rúmlega 17.00.
Þess má geta að næsta umferð í íslandsmótinu verður spiluð hér á Álftanesi helgina 8. og 9. febrúar 2014.

Körfuboltakveðja,
Ragnar og Jón þjálfarar.