Jólamót Nettó 30.nóv - 1.des hjá 1. - 4. bekk.


Helgina 30.nóv.– 1. des. n.k. mun körfuknattleiksdeild ÍR standa fyrir stórmóti í samvinnu við
Nettó. Mótið er fyrir drengi og stúlkur, sem fædd eru 2002 –2007. Keppt verður í Hertz hellinum,
íþróttahúsinu við Seljaskóla.
Leikið verður 2 x 10 mínútur og verður leiktíminn ekki stöðvaður og spilað 5 á 5. Stigin
verða ekki talin.
Þátttökugjald er 2500 krónur á hvern leikmann. Innifalið er nestispakki og verðlaun fyrir
alla. Frítt er fyrir þjálfara og einn aðstoðarmann.

Liðin leika sína leiki aðeins annan daginn þ.e. annað hvort laugardaginn 30.nóv eða sunnudaginn 1.des.

Við viljum auðvitað fá sem flesta og biðjum ykkur að skrifa tímanlega í athugasemd hér að neðan 
hvort barnið ykkar komi.

Körfuboltakveðja,
Ragnar og Jón.