Förum ekki á Sambíómótið.

Komið sæl.

Þar sem dræm þátttaka og hátt gjald er á mótið næstu helgi höfum við ákveðið að fara ekki á þetta mót (Sambíómótið).
Við FÖRUM á jólamót ÍR helgina 30.nóv - 1. des.
Einnig stefnum við á að fá lið hér í heimsókn fljótlega í nóvember að spila æfingaleiki.

Vona að þetta fari ekki of illa í krakkana en við gerum bara annað í staðinn. 
Á miðvikudaginn í næstu viku verður horft á mynd eftir æfingu kl: 17.00.
Þá verður í boði að koma með popp, safa og annað hollt nammi og eiga saman góða stund.

Körfuboltakveðja,
Raggi og Jónsi.