Sambíómót í körfubolta 2. og 3. nóvember.

Þann 2. og 3. nóvember fer fram körfuboltamót fyrir yngstu iðkendurnar.
Við ætlum að hafa þetta mót í boði fyrir börnin í 1.-4. bekk.
Ég ætla að biðja ykkur að ákveða hvort þið hafið áhuga á að senda barnið ykkar á þetta mót
og skrifa í athugasemdir hér að neðan.

Fjölnir heldur sitt árlega Sambíómót helgina 2.-3. nóvember fyrir stelpur og stráka sem fædd eru 2002 og síðar.

Þátttökugjald er 6.000 kr. á leikmann. Innifalið er gisting, kvöldverður, kvöldvaka, kvöldhressing, morgunverður,
bíóferð, pizzuveisla og verðlaunapeningar.
 Einnig eru leikir bæði á laugardegi og sunnudegi.

Það er ekki skyldumæting á þetta mót heldur er það ykkar ákvörðun.
Það verða fleiri mót í vetur sem við getum farið á.  Það er mikilvægt fyrir börnin að æfa sig að spila og
liður í því að bæta sig. 
Þessi póstur er aðallega til upplýsingar og einnig til að vita hvað við höfum marga til að taka þátt.

Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.Â