• soobahkdo 2017SOO BAHK DO - FULLORNIR NÁMSKEIР   Haustönn  2021
  • FYRIR: 14 ára og eldri  - unglingar og fullorðnir
  • HVARNámskeiðið fer fram í íþróttasal UMFÁ. Námskeiðið hefst mánudaginn 05.  september 2021
  • ÆFINGARTÍMAR:
  • 18:30- 19:30  mánudaga og miðvikudaga
  • Haustönn 2021
    VERÐ: 40.000
  • 10% fjölskylduafsláttur

 

 

 

SOOBAHKDO - TAEKWONDO

Taekwondo er þekkt keppnisíþrótt sem er stunduð hér á landi og hefur verið um árabil og á rætur sínar að rekja til Soo Bahk Do sem er aldagömul bardagalist.

Soo Bahk Do er mun rólegri og andlegri bardagalist heldur en t.d. Taekwondo og miðar að því að kynnast sjálfum sér og auka líkamsmeðvitund í gegnum líkamlega þjálfun og andlegan aga. Ein af hugmyndum listarinnar er sú að fólk sem lærir að berjast getur verið hættulegt og því þarf að kenna fólki að forðast árekstra. Með því að kenna sterka heimspeki meðfram líkamlegum æfingum verður einstaklingurinn sterkari að innan og utan, lærir að forðast innri og ytri átök.

Mikil áhersla er lögð á eldri gildin sem koma frá SOO BAHK DO.