Leikur í Faxaflóamóti á sunnudag - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag verður leikið í Faxaflóamóti þegar att verður kappi við Grindavík. Álftanes er skráð með eitt lið til keppni í 11 manna liðum líkt og Grindavík. Eins og áður hefur verið kunngert verður hins vegar leikið í tveimur átta manna liðum og mun fyrri leikurinn, leikur A-liða, vera leikur í Faxaflóamóti. Síðari leikurinn er æfingaleikur.

Liðsskipan er eftirfarandi:

A-lið
Alex Þór
Atli Dagur
Bjarni Geir
Bolli Steinn
Daníel Guðjón
Elías
Guðjón Ingi
Guðmundur Ingi (M)
Gylfi Karl
Kjartan
Magnús
Sævar
Örvar

B-lið
Alex Ó.
Aron Logi (M)
Brynjar Freyr
Davíð
Elvar Ágúst
Friðrik Helgi
Gabríel E.
Guðmundur Bjartur
Hlynur G.
Konráð
Matthías
Sigurður D.
Tómas

Hugsanlegt er að framangreind liðsskipan muni taka einhverjum breytingum, s. s. vegna forfalla.

Leikur A-liða hefst kl. 11:30 og leikur B-liða í framhaldi (líklega um kl. 12:20). Drengir þurfa að vera mættir fullklæddir á leikstað eigi síðar en hálfri klukkustund fyrir leik en engin búningsaðstaða verður. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggt sé allir komist á áfangstað.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Landsleikur - allir á völlinn

Sæl, öllsömul!

Í dag, fimmtudag, er ráðgert að iðkendur í 5. og 4. flokki drengja og stúlkna fari á landsleik kvenna þar sem Ísland og Úkraína etja kappi í umspili um laust sæti í úrslitakeppni EM 2013. Leikur þessi fer fram á Laugardalsvelli og mun hefjast kl. 18:30.

Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 17:30 en áformað er að fara á einkabifreiðum. Það er þó háð framlagi foreldra/forráðamanna iðkenda en vonandi geta sem flestir lagt til bifreiðar svo tryggja megi að allir komist á áfangastað. Athygli er vakin á því að frítt er inn á völlinn fyrir 16 ára og yngri. 

Iðkendur er hvattir til þess að klæða sig vel.

Tækniæfingar falla niður í dag af þessum sökum.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Nýtt fréttakerfi með athugasemdum

Tekið hefur verið í notkun nýtt fréttakerfi með athugunarsemdarkerfi til að auðvelda samskipti á milli fjálfara, iðkenda og forráðamanna.  

Leikur í Faxaflóamóti

Sæl, öllsömul!

Leikið verður í Faxaflóamóti á sunnudag þegar att verður kappi við Grindavík. Þar sem hvorugt liðið er með heimavöll hefur verið afráðið að leika í Hrópinu í Grindavík, sem er yfirbyggt knattspyrnuhús þar í bæ, í átta manna liðum í stað 11 manna liðum eins og lög gera ráð fyrir.

Af þessu tilefni munu allir iðkendur flokksins verða boðaðir og leiknir tveir leikir, í A- og B-liðum. Leikur A-liða verður þá í Faxaflóamóti en leikur B-liða æfingaleikur.

Nánari tilhögun þessa verður kunngerð hér á heimasíðunni á morgun, föstudag. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.