Leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun, fimmtudag:

Aníta, Aþena, Elsa, Erla, Erna, Eydís Líf, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Margrét Eva, Oddný, Perla Sif, Ragna, Saga, Selma, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl. 18:30 að Tungubökkum.

Birgir Jónasson þjálfari.

Álftanes - Afturelding/Fram, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Ætla fara örfáum orðum um leikinn á föstudag. Lékum vel, sýndum fádæma baráttu og seldum okkur dýrt. Því miður dugði það ekki til og munurinn á liðunum var sá að Afturelding/Fram náði að gera sér mat úr nánast engu á meðan við náðum ekki að nýta okkur þau tækifæri sem gáfust. Þau voru í sjálfu sér ekki mörg, en að mínu mati voru þau fleiri en hjá Aftureldingu/Fram.

Að mínu mati vorum við skipulögð, hreyfanleg (bæði í vörn og sókn) og lékum agað. Hlutirnir féllu hins vegar ekki með okkur, Afturelding/Fram fékk t.a.m. ódýra vítaspyrnu sem Katrín varði en Afturelding/Fram náði frákastinu og skoraði. Slæmt mark að fá á sig! Þá skoruðum við mark sem dæmt var af þar sem aðstoðardómarinn taldi að markvörður Aftureldingar/Fram hefði haft hendur á knettinum. Það stendur.

Tel að frammistaða okkar hafi verið góð og á því eigum við að byggja. Það helst sem við mættum bæta og hafa í huga er að mér fannst við mega skjóta oftar á markið. Við áttum reyndar nokkur góð markskot, þar af eitt í markslá, en það var einkum Sunna sem sá um að skjóta á markið. Við þurfum markskot frá fleiri stúlkum því margar ykkar eru skotmenn góðir.  

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur.

Eftirtaldar stúlkur eru boðaðar í kappleikinn á morgun:

Aníta, Elín, Elsa, Erla, Erna, Eydís Líf, Ída María, Júlíana, Katrín Hanna, Margrét Eva, María Rún, Oddný, Perla Sif, Ragna, Saga, Sigrún, Sunna og Sædís.

Mæting kl. 17:45 í íþróttahúsið.

Birgir Jónasson þjálfari.

Áhugaverð grein um að knatt­spyrna auki sjálfs­traust stúlkna

Sælar, stúlkur. 

Vek athygli á frétt sem birtist m.a. á vef mbl.is í dag um lýðfræðilega evrópska rannsókn um að knatt­spyrna auki sjálfs­traust stúlkna. Sjá: http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2017/05/17/knattspyrna_eykur_sjalfstraust_stulkna/.  

Hin upphaflega frétt er af vef Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og er birt inni á vef sambandsins undir eftirfarandi slóð: http://www.uefa.com/womenseuro/news/newsid=2470403.html#report+shows+football+boosts+girls+confidence.   

Mjög áhugavert að mínu mati en þarf e.t.v. ekki að koma á óvart þar sem knattspyrna og knattspyrnuiðkun er mannbætandi.   

Birgir Jónasson þjálfari.