Tækniþjálfun - tækniæfingar

Sæl, öllsömul!

Tækniæfingar í umsjá undirritaðs munu hefjast fimmtudaginn 24. október nk. Upphaflega stóð til að hefja æfingar á morgun, 17. október, en vegna veikinda þjálfara er það ekki unnt. Því miður!

Fyrirkomulag æfinga verður með því sniði að drengir á yngra ári munu æfa með drengjum í 5. aldursflokki og drengjum á eldra ári í 6. aldursflokki og drengir á eldra ári munu æfa með drengjum í 3. aldursflokki. Æfingarnar hjá drengjum á yngra ári munu standa frá kl. 18 til 18:30 en drengjum á eldra ári frá kl. 19:30 til 20, sem áður segir á fimmtudögum, og fara fram á sparkvellinum á Álftanesi.

Iðkendur þurfa sjálfir að leggja til knött. Mikilvægt er að iðkandi mæti með knött sem hæfir hans aldursflokki, t.d. ef leikið er með knött nr. þrjú að iðkandi eigi eða hafi til umráða knött í þeirri stærð. Þá er mikilvægt að loft sé í knöttum og að þeir séu af nokkuð vandaðri gerð og skoppi t.d. eðlilega. Er þetta gert í því augnamiði að hvetja iðkendur til þess að eiga knött og fara vel með hann.

Framangreind tækniþjálfun er byggð á viðurkenndum aðferðum við tækniþjálfun í knattspyrnu og er kennd við hið þekkta „Coerver-system“. Hugmyndafræðin gengur út á einstaklingstækniþjálfun og ekki síst því að iðkandi læri ákveðin grunnatriði sem hann sjálfur getur svo þróað með því að æfa sig sjálfur, aftur og aftur.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.

Æfingar á fimmtudögum

Æfingar á fimmtudögum verða héðan í frá kl 17:00

kv Ari

 

Nýir æfingatímar

Sæl og blessuð öllsömul.

Nýja æfingatíma má sjá hér hægra megin á síðunni.

EIns og sjá má verðum við tvisvar í viku á gervigrasinu í Graðabæ, einu sinni á battavellinum og einu sinni í íþróttasalnum.

Þá gefst iðkendum 4.flokks kostur á að sækja tækniæfingar í umsjá Birgis Jónassonar. Þær verða auglýstar fljótlega og munu að öllum líkindum hefjast í næstu viku.

Kveðja,

Þjálfarar

Uppskeruhátíð UMFÁ

Knattspyrnuráð UMFÁ heldur hina árlegu uppskeruhátíð fimmtudaginn 13. september kl.17:30 í íþróttasal íþróttamiðstöðvar.

Allir þátttakendur á síðasta tímabili í knattspyrnu eru velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir tímabilið og léttar veitingar verða á boðstólum eftir afhendingu.

Með kærri kveðju,
Knattspyrnuráð UMFÁ