Íslandsmót, breyting

Sæl, öllsömul!

Sú breyting hefur verið gerð á fyrirkomulagi Íslandsmóts að liðum hefur fækkað um eitt og aðeins verður leikið á morgun, laugardag. Mögulegt er frekari breytingar verði. 

Eins og þetta lítur út núna er dagskrá leikja eftirfarandi: 

Laugardagur:
Kl. 14. Álftanes - Sindri. 
Kl. 15:30. Álftanes - Skallagrímur. 
Kl. 17. Álftanes - Hvöt/Kormákur. 

Stúlkur þurfa eftir sem áður að mæta sem áður klukkustund fyrir fyrsta leik. 

Birgir þjálfari.

Enn breytingar á Íslandsmóti

Sæl, öllsömul!

Enn hafa verið gerðar breytingar á Íslandsmóti þar sem tvö lið hafa nú dregið sig úr keppni. Segja má að fá sé orðið um fína drætti.

Leikjadagskrá morgundagsins lítur út eftirfarandi: 

Kl. 13:30. Álftanes - Sindri.
Kl. 16:30. Álftanes - Hvöt/Kormákur. 

Stúlkur þurfa sem fyrr að mæta klukkustund fyrir leik.  

Birgir þjálfari.

Leikið í Íslandsmóti á laugardag og sunnudag

Sæl, öllsömul!

Á laugardag og sunnudag, 14. og 15. júní, verður leikið í Íslandsmóti í sjö manna knattspyrnu. Um ræðir fyrri umferð af tveimur í sumar þar sem leiknir verða fjórir leikir á tveimur dögum. Leiktími er 2 x 30 mínútur.

Verður leikið á Álftanesi í umrætt sinn en síðari umferðin fer fram í ágúst á Dalvík. Leikir helgarinnar verða sem hér segir:

Laugardagur:
Kl. 13. Álftanes – Sindri
Kl. 16. Álftanes – Skallagrímur

Sunnudagur:
Kl. 11. Álftanes – KF/Dalvík
Kl. 14. Álftanes – Kormákur/Hvöt

Allir iðkendur flokksins eru boðaðir. Allmikil forföll eru fyrirsjáanleg og því er brýnt að öll frekari forföll verði tilkynnt. Það auðveldar skipulagningu. 

Stúlkur þurfa að mæta kl. 12 á laugardag í íþróttahúsið, því sem næst fullbúnar til leiks, með allan tiltækan búnað meðferðis og helst í fatnaði merktum félagi. Stúlkur eru hvattar til þess að hafa með sér nesti milli leikja umrædda daga og/eða tryggja það að hafa aðgang að nesti.

Foreldrar/forráðamenn eru svo hvattir til þess að koma á leikina og hvetja liðið til dáða. Áfram Álftanes!

Birgir þjálfari.

Frí á æfingu mánudaginn 9. júní

Sæl, öllsömul!

Frí verður frá æfingu á annan í hvítasunnu, mánudaginn 9. júní.

Næsta æfing er svo á þriðjudag kl. 17:15 en frá og með þeim degi verða æfingar á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15 til 18:30, Ráðgert er að sá æfingatími haldist út sumarið. 

Birgir þjálfari.