Leikur í Íslandsmóti á morgun, miðvikudag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, miðvikudag, 14. ágúst, verður leikið í Íslandsmóti þegar att verður kappi við HK. Mun leikur þessi fara fram á Bessastaðavelli og hefjast kl. 17. Eftirfarandi stúlkur eru boðaðar:

Ásta, Birta, Eva, Freyja, Guðný, Hekla, Ísabella, Katrín, Selma, Sylvía (F), Sædís (M), Thelma og Veronika.

Stúlkur þurfa að mæta í íþróttahúsið kl. 16:15 með allan tiltækan búnað meðferðis.

Tilkynna ber um öll forföll, það auðveldar skipulagningu.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Skipulag á Pæjumótinu

Sæl, öllömul!

Stuðst verður við eftirfarandi skipulag á Pæjumóti TM á Siglufirði: 

    A lið B lið
   
Föstudagur  9.08 kl.  8 - 15 Katrín og Sylvía Aþena og Ásta
kl. 15 - 22 Birta og  Sædís Elsa og Sunna
       
Laugardagur 10.08 kl.  8 - 15 Eva og ? Ísabella og Katla
kl. 15 - 22 Hekla og Veronika Rebekka og Thelma
       
Sunnudagur 11.08 kl.  8 - 15 Selma og Katrín Elsa og Katla
Frá kl. 15:00 á sunnudag eru stúlkurnar í umsjá foreldra / forráðamanna

Hlutverk umsjónaraðila er eftirfarandi:
* Að taka til vallarnesti fyrir daginn, ávexti, djús og samlokur.
* Að koma liðinu á réttan völl hálftíma fyrir leik
* Að sjá um fatapoka liðsins
* Að tryggja að allir hafi vatnsbrúsann sinn meðferðis
* Að fylgja liðinu í hádegis- og kvöldmat. Umsjónaraðilar borða hins vegar ekki með liðinu, að mér skilst, og þurfa að hafa meðferðis nesti eða skjótast í mat

Birgir Jónasson þjálfari. 

Liðsskipan á Pæjumótinu

Sæl, öllsömul!

Liðsskipan á Pæjumótinu verður eftirfarandi en Álftanes mun tefla fram tveimur liðum á mótinu, A- og B-liði:

A-lið
Birta
Eva
Guðný
Hekla
Katrín
Selma
Sylvía (F)
Veronika
Sædís (M)

B-lið
Aþena
Ásta
Elsa
Hólmfríður Sunna (M)
Ísabella
Katla Sigga
Rebekka (F)
Thelma

Það athugast að mögulega munu stúlkur úr 6. aldursflokki einnig taka þátt í mótinu og leika með liðum Álftaness. Ef svo verður mun það skýrast í dag eða fyrri hluta dags á morgun.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Pæjumótið á Siglufirði - hagnýtar upplýsingar og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Hér koma nokkrar hagnýtar upplýsingar fyrir Pæjumótið á Siglufirði sem fram fer 9. til 11. ágúst nk. Að öðru leyti skal vísað til heimasíðu mótsins sem er að finna undir vefslóðinni: www.kfbolti.is/pæjumottm. Þar eiga allar helstu upplýsingar að vera um mótið. Athygli er vakin á því að „leikjaplan“ hefur verið birt en það má nálgast undir vefslóðinni: www.kfbolti.is/frettir/pæjumót_tm_2013.

Stúlkur, foreldrar/forráðamenn og eftir atvikum þjálfari munu gista saman á þeim stað sem þeim verður úthlutaður til gistingar af móthaldara en þegar þessi orð eru rituð liggur ekki fyrir hver sá staður verður (líklega sömu húsakynni og í fyrra en ekki sama stofa).

Ráðgert er að Álftanes tefli fram tveimur liðum á mótinu, A- og B-liði, en eins og nú háttar mun keppni hjá A- og B-liðum fara fram í einu lagi þar sem aðeins tvö A-lið eru skráð til keppni.

Það er á ábyrgð hvers og eins foreldris/forráðamanns að koma barni sínu á leikstað en stúlkur þurfa að vera komnar á Siglufjörð eigi síðar en kl. 22 á fimmtudag (8. ágúst) en móttaka keppnisliða hefst kl. 18 umræddan dag. Þjálfari mun sjálfur líklega koma á svæðið milli kl. 21 og 22. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að skipuleggja sig innbyrðis og eftir atvikum í samráði við þjálfara svo tryggja megi að allir komist á áfangastað.

Samkvæmt venju leggur þjálfari á það áherslu að stúlkur neyti hollrar fæðu meðan á móti stendur en fullt fæði er innifalið í mótsgjaldi ef undan er skilið vallarnesti sem foreldrar/forráðamenn munu sjá um að gefa, sbr. áætlun þess efnis sem unnið er að. Af því leiðir að gos, sælgæti og annað fæði af slíkum toga verður bannað meðan á keppni stendur, nema um verði að ræða einhverjar uppákomur í tengslum við mót. Þjálfari leggur á það áherslu stúlkur hvílist vel og verði lagstir til hvílu eigi síðar en kl. 23 (í ró í hálfri klukkustund fyrr) og komnir á fætur eigi síðar en kl. 7:30 árdegis (veltur það á því hvenær leikið er).

Heildarmótsgjald fyrir iðkanda er 12 þúsund krónur, þar af eru 1.500 krónur ætlaðar til að standa straum af kostnaði við vallarnesti. Athygli er vakin á því að mótgjald verður greitt í einu lagi eigi síðar en eftir hádegi á fimmtudag. Þær sem ekki eiga fyrir mótinu í sameiginlegum sjóði þurfa að greiða inn á tiltekinn reikning, helst eigi síðar en í kvöld, en upplýsingar þess efnis verða sendar með tölvubréfi til foreldra/forráðamanna nú síðar í dag ásamt safnblaði. Á safnblaði eiga að koma fram upplýsingar hvað uppá vantar. Fólk er beðið um að bregðast við þessu.

Athygli er vakin á því að ekki er mælst til þess að stúlkur hafi leikjatölvur meðferðis. Heimilt verður að hafa GSM-farsíma og iPod með í för. Slíkir munir eru þó á ábyrgð hvers og eins. Stúlkur eru hvattar til þess að hafa bækur meðferðis sér til afþreyingar.

Ekki er mælst til þess að stúlkur séu með peninga meðferðis meðan á móti stendur.

Þjálfari leggur áherslu á að stúlkur sýni prúðmennsku og háttvísi, jafnt innan sem utan vallar. Þá leggur þjálfari enn fremur áherslu á að foreldrar/forráðamenn séu til fyrirmyndar, hvetji liðið á jákvæðan hátt og kalli ekki fyrirmæli inn á völlinn til einstakra stúlkna. Það er hlutverk þjálfara að veita fyrirmæli til stúlkna inn á leikvöll meðan á kappleik stendur og allt annað getur falið í sér misvísandi skilaboð, haft áhrif á ákvarðanatöku og af þeim sökum haft áhrif á sjálfstraust viðkomandi (yfirleitt til hins verra). Af þessu tilefni þykir rétt að vísa á foreldrabækling KSÍ sem sjá má undir eftirfarandi slóð þar sem fjallað er m.a. um þessi atriði: http://www.ksi.is/media/fraedsla/Foreldrabaeklingur_OK_Conv.pdf. Að sjálfsögðu mun þjálfari svo gæta að eigin fyrirmyndarhlutverki, t.d. með uppbyggilegri hvatningu, jákvæðri gagnrýni og með því að virða reglur leiksins, þ. á m. dómgæslu kappleikja.

Mælst er til að stúlkur mæti í fatnaði merktum félagi, sé hann tiltækur, og klæðist honum meðan á móti stendur, eða a.m.k. á keppnissvæði. Þá er enn fremur mælst til að stúlkur hafi meðferðis bláar stuttbuxur og bláa sokka, þar sem slíkur fatnaður er ekki útvegaður af félagi. Flestar stúlkur eiga keppnisskyrtu en ef svo er ekki mun þjálfari úthluta þeim stúlkum sem vantar.

Stúlkur þurfa enn fremur að hafa meðferðis eftirfarandi búnað:

*Allan búnað til knattspyrnuiðkunar.
*Sundföt og handklæði (tvö til þrjú stk.).
*Dýnu, kodda og sængurföt (lak og sæng eða svefnpoki), auk teppis undir dýnu.
*Föt til skiptanna (s.s. buxur, sokkar og nærbuxur).
*Skó til skiptanna (þ. á m. inniskó).
*Regnfatnað.
*Hreinlætisvörur (s.s. sjampó, tannbursta, tannkrem).
*Vatnsbrúsa.
*Flugnanet (af fenginni reynslu síðasta árs).

Vonandi munum við svo eiga skemmtilega og eftirminnilega helgi fyrir höndum.

Birgir Jónasson þjálfari.