Íslandsmót í Futsal innanhússknattspyrnu - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Í dag, 10. febrúar, var leikið í Íslandsmóti í Futsal innanhússknattspyrnu, A-riðli. Leikið var í íþróttahúsinu á Álftanesi. Þrjú lið mættu til keppni, þ. e. Álftanes, Fjölnir og Fylkir, en lið ÍBV mætti ekki til keppni. Af þeim sökum var leikin tvöföld umferð en fyrri umferðin var sú sem gilti. Leikir allra liða við ÍBV eru skráðir sem 3-0 sigur.

Úrslit urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Fylkir: 0-2.
Álftanes – Fjölnir: 1-0 (Sylvía).
Álftanes – Fylkir: 0-3.
Álftanes – Fjölnir: 2-1 (Sylvía 2).

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness annað sæti riðilsins og mögulega sæti í úrslitakeppni sem haldin verður síðar. 

Heilt yfir erum við þjálfarar nokkuð ánægðir með frammistöðuna. Nokkuð illa gekk þó að nýta marktækifæri en nóg var af þeim og því gáfu úrslit leikja ekki rétta mynd af gangi leikja. Má til að mynda nefna að tveir ósigrar gegn Fylki voru langt frá því að gefa rétta mynd af gangi þeirra leikja, t. d. pressaði Álftanes Fylki talsvert í báðum leikjum. Snarpar skyndisóknir og líkamlegur styrkur var þó það sem Fylkir hafði fram yfir okkar stúlkur.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.