FH - Álftanes - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um æfingaleikina við FH sem fram fóru í dag, miðvikudag. Leikir þessir fóru fram á í Risanum í Hafnarfirði. Leikið var hjá A- og B-liðum og var fyrirkomulag á þá lund að leikið var í sex manna liðum, þ. e. fimm útileikmenn og markvörður, en leikvöllurinn var hálfur völlur í Risanum.

Hjá A-liðum var um hörkuleik að ræða þar sem jafnræði var með liðum en FH liðið þó ívið sókndjarfara, einkum framan af. FH komst til að mynda yfir, 1-0, en þá var eins og okkar stúlkur vöknuðu til lífsins og gerðu þrjú mörk en staðan í leikhléi var 1-3, Álftanesi í vil. Í síðari hálfleik náðu FH stúlkur að jafna metin en þá komu þrjú mörk frá okkar stúlkum áður en FH náði að minnka muninn. Lyktir urðu því 4-6, Álftanesi í vil, sem verða að teljast góð úrslit. Mörk Álftaness gerðu: Katrín 2, Sylvía 2, Eva 1 og Selma 1.

Hjá B-liðum var mjög á brattann að sækja gegn sterku liði FH. Okkar stúlkur héldu hins vegar áfram þar til yfir lauk og gáfust ekki upp. Þær náðu ekki að skora í leiknum en áttu nokkrar ágætis tilraunir. Allar fengu að spila og voru ánægðar í leikslok. Það er fyrir mestu.

Heilt yfir var ég sáttur við frammistöðu beggja liða. 

Birgir þjálfari.