Æfingaferð í Þorlákshöfn, drög að dagskrá

Sælar, stúlkur!

Dagskrá æfingaferðar um helgi komandi er eftirfarandi:

Föstudagur
Klukkan 16:15, mæting við íþróttahúsið á Álftanesi og lagt af stað til Þorlákshafnar í framhaldi.
Klukkan 18-19:15, æfing.
Klukkan 19:45, matur (veitingastaðurinn Svarti sauðurinn). 
Frá klukkan 20 er jafnframt ráðgert að íþróttanuddari komi á svæðið.  

Laugardagur
Klukkan 9, fundur með öllum leikmönnum liðsins. Efni fundar markmiðssetning liðs fyrir sumarið, innan vallar og utan.
Klukkan 10:30-11:30, æfing.
Klukkan 12, hádegisverður (veitingastaðurinn Svarti sauðurinn).
Klukkan 13, íþróttanuddari kemur á svæðið.
Klukkan 18-19, æfing.
Klukkan 20, kvöldmatur. Stúlkur eða einhver á þeirra vegum annast hann.
Klukkan 21, fyrirlestur. Fyrirlesari Þórdís Edda Hjartardóttir. Efni fyrirlestarar: íþróttameiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir. 

Sunnudagur
Klukkan 9, fyrirlestur þjálfara. Efni fyrirlestrar: atriði sem hafa áhrif á frammistöðu í íþróttum. 
Klukkan 10-11-15, æfing.
Klukkan 13:30, lagt af stað heim.

Framangreind dagskrá er birt með fyrirvara um mögulegar breytingar.

Vek athygli á að við munum hafa elduraðstöðu á staðnum og þurfum að annast morgunverð og millimál sjálf.

Þá þurfa stúlkur að hafa meðferðis dýnu og sængurfatnað í umrædda ferð en gist verður í grunnskólanum í Þorlákshöfn. Að öðru leyti á staðalbúnaður er vera nokkuð hefðbundinn.

Bið þær stúlkur sem ekki komast að láta mig vita, hafi þær ekki þegar gert það.

Birgir Jónasson þjálfari.