Stigmótaröðin 2013 - tvö mót eftir

Nú þegar aðeins tvö mót eru eftir í Stigamótaröðinni 2013 þá er spennan að magnast. Í karlaflokki eru aðeins fjórir punktar milli efstu sex manna og einnig er lítill munur á efstu fimm konunum. Næsta mót verður næsta þriðjudag, 6. ágúst, og þá mun ráðast hvernig raðast niður í holl í lokamótinu sem verður 17. ágúst. Hægt er að skoða stöðuna hér (Stigamót 2013 - staða).

Í lokamótinu verður raðað í holl m.v. stöðuna í stigamótinu og verður ræst út af öllum teigum kl. 9:00. Æskilegt er að keppendur mæti ekki seinna en 8:30 til að fá afhent skorkort og koma sér á teig. Að loknu móti mun síðan fara fram verðlaunaafhending.