Góður árangur á Öldungamótinu í blaki

lftanesb ld2014Blakdeild Álftaness fór með fjögur lið á nýafstaðið öldungamót á Akureyri, þetta voru þrjú kvennalið og eitt karlalið.  Tvö kvennaliðanna og karlaliðið unnu til silfurverðlauna hvert í sinni deild, og færast því upp um deild.  Á næsta ári spilar karlaliðið í 5. deild, og kvennliðin í 1. deild, 6. deild og 9. deild.

Sigur hjá blakkonum

blakmyndnovÍ gærkvöldi fór fram blakleikur í íþróttahúsinu á Álftanesi í 1. deild kvenna. Lið Álftaness hafði betur á móti ÍK og vann leikinn 3-1 (20-25, 25-12, 25-15, 25-18).
Næsti leikur liðsins verður í Fagralundi föstudaginn 15. nóvember kl. 20:15 á móti Ými B. 

Sigur í fyrsta blakleik tímabilsins

ld2013Nú er tímabilið hafið í blakinu og lék Álftanes sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna, mánudaginn 14. október, þegar liðið tók á móti Fylki. Um hörkuleik var að ræða þar sem hvorugt lið gaf nokkuð eftir og endaði leikurinn með sigri Álftaness 3-2 (25-21, 25-16, 20-25, 19-25, 15-13). Næsti leikur liðsins verður föstudaginn 25. október í Fagralundi, þegar Álftanes sækir HK heim.

 

Kvennalið Álftaness deildarmeistari í blaki

1. sti  3. deildUm helgina fór fram í Ásgarði í Garðabæ síðasta umferð Íslandsmótsins í blaki, í 3. deild karla og kvenna, og 4., 5. og 6. deild kvenna.   Álftanes átti 3 kvennalið á mótinu og eitt karlalið í samvinnu við Stjörnuna  og unnu þau öll til verðlauna.  Lið Álftaness í 3. deild kvenna varð deildarmeistari, og spilar því í 2. deild næsta vetur.