Leikur í Faxaflóamóti á laugardag hjá A-liði

Sæl, öllsömul!

Á laugardag, 26. janúar, verður leikið í Faxaflóamóti hjá A-liðum þegar att verður kappi við Breiðablik 2. Mun leikur þessi fara fram í Fagralundi og hefjast kl. 10.

Liðsskipan og nánara fyrirkomulag verður kunngert hér inni á heimasíðunni í kvöld, fimmtudag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.