Íslandsmót í Futsal innanhússknattspyrnu - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, 20. janúar, var leikið í Íslandsmóti í Futsal innanhússknattspyrnu, B-riðli. Leikið var í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Úrslit urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

Álftanes – Víðir/Reynir: 9-0 (Alex 3, Bjarni 2, Atli 1, Daníel 1, Gylfi Karl 1, Sævar 1).
Álftanes – Fjölnir: 1-4 (Atli).
Álftanes – Keflavík: 5-1 (Atli 4, Alex 1).

Úrslit þessi tryggðu liði Álftaness 2. sæti riðilsins og vonandi sæti í úrslitakeppni. Mun það skýrast fljótlega.

Heilt yfir eru við þjálfarar nokkuð ánægðir með frammistöðuna. Fjölnir fór með sigur af hólmi en þrátt fyrir að sá leikur hefði tapast, 1-4, gefa þau úrslit ekki rétta mynd af gangi mála því vart mátti milli sjá hvort liðið var betra. Í dæmaskyni má nefna að lið Álftaness pressaði allan leikinn og var það lið sem sótti í leiknum. Þá fengu drengir urmul marktækifæra til þess að klára leikinn, ekki síst í fyrri hálfleik, sem ekki nýttust og þess í stað komu mörk í bakið úr skyndisóknum.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.