Æfingaleikir gegn Fylki

Sæl, öllsömul.

Á morgun, þriðjudag, leikum við æfingaleiki við Fylki.

Leikirnir fara fram á Álftanesi frá kl. 17:30 til 19:30, eða því sem næst á æfingatíma. Fyrst leikur A-lið og B-lið beint í framhaldi.

Liðsskipan hefur ekki verið ákveðin og mun ekki skýrast endanlega fyrr en á morgun. Í megindráttum verður þó stuðst við þá liðsskipan sem verið hefur fram til þessa. Einhverjar stúlkur munu þurfa að leika hluta úr báðum leikjum.

Af þeim sökum munu stúlkur beggja liða þurfa að mæta kl. 17 í vallarhúsið, fullbúnar til leiks.

Birgir Jónasson þjálfari.