Nýr þjálfari

Sæl öll

Elín heiti ég og er nýr þjálfari 5.flokks kvenna. Ég er með ba.próf í félagsráðgjöf og starfa á Náttúruleikskólanum Krakkakoti. Ég spilaði fótbolta frá um 9 ára aldri fram til 20 ára þegar ég hætti vegna þrálátra meiðsla. Ég á marga titla að baka með Stjörnunni en ég spilaði með þeim frá 14 ára aldri þar til ég varð að hætta. Fram að 14 ára aldri spilaði ég með Álftanesi. Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu :) Æfingarnar hafa gengið mjög vel og er stelpurnar flottar fótboltakonur.

Upplýsingar um netfang og símanúmer hjá mér er að finna hér til hliðar á síðunni. Ef það er eitthvað sem að liggur ykkur á hjarta þá er um að gera að hafa samband.

Ég mun skrifa hér inn á þetta blogg ásamt því að halda út grúbbu á facebook sem er titluð 5. flokkur kv UMFÁ. Ég hvet þá foreldra sem eru á facebook að ganga í þá grúbbu.

Kveðja

Elín