Grótta - Álftanes, leikir í Faxaflóamóti á mánudag - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Á mánudag, 6. maí, verður leikið í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum þegar att verður kappi við Gróttu. Munu leikir þessir fara fram á Gróttuvelli. Liðsskipan verður eftirfarandi:

A-lið: Birta, Eva, Freyja, Guðný (M), Hekla, Katrín, Selma, Sylvía og Veronika.

B-lið: Aþena Ösp, Ásta Glódís, Elsa María, Hólmfríður Sunna (M), Ísabella Líf, Rebekka Steinunn, Thelma Siv og Viktoría. Þá eru stúlkur í 6. flokki, sem æft hafa með flokknum, enn fremur boðaðar. Um ræðir Anítu, Diljá, Hönnu Sól, Rebekku, Silju og Svandísi.

Leikur A-liða hefst kl. 16 og B-liða kl. 16:50. Stúlkur þurfa að vera mættar á leikstað eigi síðar en 30 mínútum fyrir leik, fullbúnar til leiks. Keppnisskyrtur verða afhentar á leikstað.

Brýnt er að tilkynna um öll forföll, það auðveldar skipulagningu, en einhver forföll munu vera fyrirsjáanleg, einkum hjá yngra ári. Verði forföll munu mögulega einhverjar stúlkur færast til í liðum, þá úr B-liði í A-lið.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allir komist á áfangastað.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.