Haukar - Álftanes - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Á miðvikudag, 1. maí sl., var leikið í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum þegar att var kappi við Hauka. Fóru leikir þessir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Úrslit urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

A-lið:
Haukar – Álftanes: 4-1 (Freyja 1).

B-lið:
Haukar – Álftanes: 9-1 (Hann Sól).

Hjá A-liðum áttu stúlkurnar ekki góðan fyrri hálfleik og stóð 3-0 í leikhléi, Haukum í vil. Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum og voru okkar stúlkur ívið betri en Haukar og stjórnuðu leiknum. Bæði lið skoruðu þó sitt markið hvort og urðu lyktir því 4-1, Haukum í vil. Mark Álftaness skoraði Freyja en um gott mark var að ræða. Að mati okkar þjálfara gefa úrslit þessi ekki rétta mynd af getu liðanna því um nokkuð jöfn lið er að ræða.

Hjá B-liðum var mjög á brattann að sækja hjá okkar stúlkum og sáu þær aldrei til sólar gegn mjög sterku Haukaliði. Lyktir urðu 9-1, Haukum í vil en þau úrslit gefa nokkuð rétta mynd af gangi leiks og þeim mun sem er á liðunum. Mark Álftaness gerði Hanna Sól en um gott mark var að ræða.

Heilt yfir erum við þjálfarar nokkuð ánægðir með frammistöðuna og margt jákvætt var í leik okkar stúlkna þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið hagstæð.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.