Breytt áætlun á sunnudag

Sæl, öllsömul!

B-liði Álftaness stendur til boða að taka þátt í knattspyrnumóti á vegum Stjörnunnar á sunnudag en mót þetta hefst kl. 12:20. Við þjálfarar höfum afráðið að þekkjast boðið en ekkert þátttökugjald er vegna þess að Álftanes er gestalið. Lið Álftaness leikur sem D-lið.

Fyrri áætlun stendur um að leika við Breiðablik í Fífunni fyrr sama dag. Fyrirkomulag verður hins vegar á þá lund að stúlkur eru boðaðar í Fífuna á sama tíma og áður var ráðgert. Þeim leikjum mun ljúka um kl. 11:45. Því næst verður haldið í Garðabæ og tekið þátt í umræddu móti.

Sömu stúlkur eru boðaðar í Fífuna og áður. Í mótið á vegum Stjörnunnar eru stúlkur í 6. flokki, sem æft hafa með flokknum, einnig boðaðar, þ. e. Aníta, Diljá, Hanna Sól, Silja og Svandís. Þurfa þær að vera mættar fullbúnar til leiks um kl. 12 út á Stjörnuvöll. 

Vonandi er þetta allt skýrt en ef einhverjar spurningar eru þá er fólk hvatt til þess að hafa samband.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.