Leikir í Faxaflóamóti á laugardag - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Liðsskipan fyrir leiki A- og B-liða í Faxaflóamóti á laugardag, þegar att verður kappi við Breiðablik, verður eftirfarandi:

A-lið: Birta, Eva, Freyja, Guðný (M), Hekla, Katrín, Selma, Sylvía og Veronika. 

B-lið: Aníta (6. fl.), Aþena, Ásta, Diljá (6. fl.), Elsa, Hanna Sól (6. fl.), Hólmfríður Sunna (M), Ísabella (M), Katla Sigga, Rebekka, Silja (6. fl.), Sólveig, Svandís (6. fl.), Thelma og Viktoría. 

Leikirnir fara fram í Fagralundi í Kópavogi sem er gervigrasvöllur utandyra. Leikur A-liðs hefst kl. 12:40 og B-liðs kl. 13:30. Stúlkur þurfa að vera mættar á leikstað 45 mínútum fyrir leik, helst fullbúnar til leiks. Stúlkur í A-liði þurfa því að vera mættar kl. 12 og stúlkur í B-liði kl. 12:50. Keppnisskyrtur verða svo afhentar á leikstað.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis til þess að tryggja megi að allir komist á áfangastað. Þá er enn fremur unnt að hafa samband við þjálfara er einhvern/einhverja vantar bílfar á leikstað. 

Öll forföll ber svo að tilkynna. Það auðveldar skipulagningu.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.