Faxaflóamót - úrslit

Sæl, öllsömul!

Úrslit í Faxaflóamóti hjá 5. flokki stúlkna Álftaness, B- og C-liðum, urðu sem hér segir en leikið var í Akraneshöll fyrr í dag, laugardag (nöfn markaskorara innan sviga):

B-lið:
Álftanes – Snæfellsnes: 1:1 (Selma 1).
Álftanes – Breiðablik 2: 5:0 (Eva 2, Freyja 1, Selma 1, Sylvía 1).
Álftanes – ÍA: 2:1 (Eva 1, Freyja 1).
Álftanes – ÍBV: 7:0 (Birta 3, Eva 2, Selma 2).

C-lið:
Álftanes – Breiðablik 2: 1:2 (Katrín).
Álftanes – Selfoss: 0:3.
Álftanes – ÍA: 4:7 (Katrín 3, Selma 1).

Úrslit þessi tryggðu B-liði Álftaness 1.-2. sæti riðilsins, með sama stigafjölda og Snæfellsnes, jafna innbyrðis viðureign en betri markamun. Markamunur gildir hins vegar ekki í 5. aldursflokki og því verður væntanlega varpað hlutkesti um hver fer með sigur af hólmi í riðlinum. C-lið Álftaness lenti í fjórða sæti síns riðils.

Heilt yfir erum við þjálfarar afar ánægðir með spilamennsku og frammistöðu beggja liða en hafa ber í huga að forföll voru allnokkur sem kom nokkuð niður á gæðum, einkum hjá C-liði. Gefur frammistaðan góð fyrirheit um framhaldið.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.