Faxaflóamót - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Á morgun, laugardag, fer fram Faxaflóamót hjá 5. flokki stúlkna. Leikið verður inni í Akraneshöll á Akranesi. Álftanes er skráð með tvö lið til keppni, B- og C-lið, sem munu leika í B-riðli. Upplýsingar um riðlaskiptingu má finna inni á heimasíðu KSÍ, undir eftirfarandi slóðum:

Keppni B-liða í B-riðli:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=28483.

Keppni C-liða í B-riðli:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=28503.

Keppni hjá B-liðum hefst kl. 10:35 og mun standa til kl. 16. Keppni hjá C-liðum hefst kl.15:40 og mun standa til kl. 18:45.

Liðsskipan á mótinu verður eftirfarandi:

B-lið:
Birta
Eva Maren
Freyja
Hekla
Katrín Fríður (markvörður)
Selma
Sylvía
Veronika

C-lið:
Ásta Glódís
Elsa María
Eva Maren (markvörður)
Ísabella Líf
Katrín Fríður
Rebekka Steinunn
Sólveig
Thelma
Viktoría

Eftirfarandi stúlkur eru forfallaðar:
Katla Sigga
Hólmfríður Sunna
Guðný

Við erum vonandi ekki að gleyma neinum en eins og sjá má eru báðir markverðir flokksins forfallaðir en þeirra í stað hlaupa aðrar stúlkur í skarðið. Liðin mega hins vegar ekki við mikið frekari forföllum því þá mun ekki nást í tvö lið nema með því að brjóta hlutgengisreglur og það er ekki vel séð. Af þessum sökum er brýnt að ef frekari forföll eru fyrirsjáanleg að tilkynna þau þjálfurum. Það auðveldar skipulagningu.

Iðkendur þurfa sjálfir að koma sér á leikstað og þurfa að vera mættir eigi síðar en 40 mínútum fyrir fyrsta leik. Best væri að allir gætu mætt á sama tíma og hvatt vinkonur sínar áfram, hvort sem leikið er í B- eða C-liði. Mælst er til að foreldrar/forráðamenn skipuleggi sig innbyrðis til að tryggja að allir komist á áfangastað. Einhver laus sæti eru með okkur þjálfurum.

Það er ekkert mótsgjald fyrir þátttöku í mótinu og ekki er gert ráð fyrir að stúlkur þurfi að hafa peninga meðferðis. Stúlkur þurfa hins vegar að taka mér sér nesti sem þarf að duga allan daginn. Svolítið mismunandi er hvað stúlkur þurfa að borða og því er það lagt í hendur foreldra/forráðamanna þeirra að meta hvað hver og ein þarf að hafa meðferðis. Þá þurfa stúlkur að taka mér sér hlýjan fatnað.

Ef eitthvað er óljóst þá er fólk hvatt til að hafa samband.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.