Liðsskipan fyrir TM mót Stjörnunnar

Sæl öll,


Nú er allt á hreinu varðandi liðin á morgun og er búið að borga mótsgjaldið fyrir strákana
Við erum með skráða 12 stráka í þetta mót og verða nokkrir strákar sem spila bæði fyrir og eftir hádegi á morgun. Strákarnir eiga sérstaka tíma sem þeir geta farið í bæði knattþrautir og myndatöku.
Lið 1 á fyrsta leik kl 09:15 og er mæting fyrir þá ekki seinna en 08:45, það lið skipar: Bessi, Gunnar, Klemenz, Stefán Emil, Tómas og Víðir. Tíminn fyrir þá í knattþrautunum er kl 11:45 og í myndatökuna fara þeir milli kl 09:00 og 10:00
Lið 2 á fyrsta leik kl 12:30 og er mæting fyrir þá ekki seinna en 12:00, það lið skipar: Birkir, Valur, Klemenz, Víðir og Tómas.  Tímin fyrir þá í knattþrautirnar er kl 13:45 og í myndatökuna fara þeir á milli 12:30 og 13:30
Lið 3 á fyrsta leik kl 12:45 og er mæting fyrir þá ekki seinna en 12:00, það lið skipar: Axel, Jóhann, Magnús, Viktor og Ívar (7. flokki). Tíminn fyrir þá í knattþrautirnar er kl 15:30 og í myndatökuna fara þeir á milli 12:30 og 13:30
Eins og þið sjáið að þá er þétt dagskráin fyrir strákana svo það væri mjög gott ef allir myndu hjálpast að við að koma strákunum á réttan stað á réttum tíma og halda hópinn, það verður mikið af fólki og mjög auðvelt verður að týnast. Einnig fylgir með skjal leikjaplanið og einni hagnýtar upplýsingar um bílastæði og aðrar upplýsingar. 
Strákarnir eiga að mæta í fótboltaskóm, legghlífum og gott ef þeir kæmu með sinn eigin brúsa.
Ef það eru einhverjar spurningar þá má endilega hringja í mig fyrir kl 12 í kvöld í síma 6623665
Sjáumst hress á morgun

Kv, Örn