TM mót Stjörnunnar

Sæl öll,

Þá er komið að næsta móti og er það hjá Stjörnunni í Garðabæ. Þetta er veglegt mót og fá strákarnir nóg af leikjum og nóg af afþreyingu. Mótið er núna á laugardaginn 25. apríl og er mótsgjaldið 3500kr.

Þar sem þetta mót er komið á þann stað að svo margir iðkendur eru á staðnum, mjög svipaður fjöldi og á Shellmótinu í eyjum að þá verðum við að borga fyrir kl 21:00 á föstudaginn. Það þarf að leggja því inn á minn reikning og ég borga þá gjaldið á föstudaginn. Skráningin fylgir því með innlögn á reikninginn, og látið vita inni á síðunni þegar þið eruð búin að leggja inn.

3500kr. banki: 546-26-3665. Kt: 2308932339.

Þið verðið að afsaka hvað þetta kemur seint en ég er búinn að vera á fullu í ritgerðarskrifum og prófaundibúningi.

Kv, Örn