Æfingar veturinn 2015-2016

Sæl öllsömul, nú eru æfingar komnar vel af stað hjá okkur og styttast fer í fyrsta foreldrafund vetrarins. Nákvæmari upplýsingar verða birtar fljótlega.

 

Við þjálfara viljum biðja ykkur um að senda stelpurnar klæddar eftir veðri á útiæfingarnar og með vatnsbrúsa. Það getur tekið ansi langan tíma að senda þær inn í hús að drekka og það vill verða þannig að þegar ein stúlka verður þyrst þá verða þær flest allar þyrstar :) 

 

Bestu kveðjur, þjálfarar