Æfing fellur niður

Heil og sæl kæru foreldrar,

í dag 1.des fellur niður æfing hjá 8.flokki barna vegna veðurs og tilmæla frá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.
Vona að allir hafi það bara gott inni við í dag. 
Kveðja, Íris

Skráning

Skráning er hafin í 8.flokk barna inn í Nórakerfinu, slóðin er: https://alftanes.felog.is/

Mjög mikilvægt er að skrá símanúmer og netfang foreldra svo hægt sé að ná í viðkomandi ef eitthvað bjátar á. 

Sjáumst hress og kát, Íris.

Fyrsta æfing vetrarins

Fyrsta æfing vetrarins í 8.flokk barna hefst þriðjudaginn 15.september kl. 17:10. Öll börn fædd árið 2010 og 2011 eru velkomin.

Sjáumst hress og kát, Íris.

Lokaspretturinn

Sæl,
Við stefnum á að hafa síðustu æfingu vetrarins þriðjudaginn 26. maí. Framundan í maí er einnig mót og sprell og mun ég senda póst þegar það liggur ljóst fyrir.
Kveðja, Íris.