Æfing þriðjudaginn 19 mars

 

Komið þið sæl.

Vegna leiks hjá a liði 4 flokks sem ég Guðbjörn stýrði og Birgir var með æfingu hjá 5 flokk drengja og stúlkna 

gerði ég þau mistök að ég gleymdi að finna afleysinagþjálfara fyrir hina strákana í flokknum.

Biðst ég innilegrar afsökunar á því og mun ég bæta þeim þetta síðar.

Kv Guðbjörn þjálfari

Grótta - Álftanes - tilhögun og liðsskipan

Sæl, öllsömul!  

Eftirfarandi drengir eru hér með boðaðir í leik hjá A-liði í Faxaflóamóti á morgun, þriðjudaginn 19. mars, þar sem att verður kappi við Gróttu:  

Alex Þór, Aron Logi (M), Atli Dagur, Bjarni Geir, Bolli Steinn, Daníel Guðjón, Davíð, Elías, Guðjón Ingi, Guðmundur Bjartur, Guðmundur Ingi (M), Gylfi Karl, Kjartan, Magnús, Sævar, Tómas og Örvar.  

Leikur þessi hefst kl. 16:45 og fer fram á gervigrasvelli Gróttu á Seltjarnarnesi.

Drengir þurfa að vera mættir á leikstað, fullbúnir til leiks, eigi síðar en kl. 16:15. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allir komist á áfangastað.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Kynningarfundur vegna utanlandsferðar á fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Kynningarfundur vegna keppnisferðar 4. flokks drengja og stúlkna til Danmerkur (Football Festival Denmark) 22.-29. júlí verður á fimmtudag, 14. mars kl. 20. Fundarstaður er hátíðarsalur grunnskólans á Álftanesi og er ráðgerður fundartími allt að ein klukkustund. Fundur þessi er bæði ætlaður iðkendum og foreldrum/forráðamönnum.

Á fundinum mun fulltrúi frá IT-ferðum koma og halda kynningu um ferðina og að kynningu lokinni, eftir atvikum, svara spurningum.  

Hvetjum alla til þess að mæta.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Tækniæfing fellur niður í dag, fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Því miður fellur tækniæfing niður í dag, fimmtudag, vegna vallaraðstæðna.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.