Grindarvík - Álftanes

Komið þið sæl.

Hér er stutt umfjöllun um leiki okkar við Grindarvík.

Byrjum á b liði okkar um hörku leik var að ræða þar sem okkar drengir byrjðu mjög vel og
komust fljótlega tveimur mörkum yfir. En eftir það slökuðu þeir á og hleyptu Grindarvík inn í
leikinn og náðu þeir að jafna. Eitthvað vöknuðu okkar drengir við það og náðu tveggja marka mun aftur
en eins og áður slökuðu þeir fullmikið á og Grindarvík náði að komast inn í leikinn
með tveimur mörkum og jafna metinn.Náðum við síðan forystu aftur en Grindavík bætti síðan við tveimur mörkum í lokin
og unnu leikinn.

Var ég ekki nógu ánægður með varnarleik okkar manna þar sem vinnslan var ekki næg og eins var mikið um sendingafeila.
Ef ekki fyrir stórleik Bolla í vörninni og Aron Loga í markinu hefði þessi leikur endað mun verr.

A lið

Eins og hjá b liði var um hörku leik að ræða þar sem við náðum fljótlega forystu í leiknum.
En Grindarvík jafnar fljótlega eftir það og komast síðan tveimur mörkum yfir.
En við það vakna okkar drengir og ná að jafna fljótlega og komast síðan yfir og eftir það
voru Grindarvík alltaf skrefi á eftir okkar drengum.En Grindarvík jafnar með síðustu spyrnu leiksins.

Ég er ánægður með leik okkar manna þar sem þeir gáfu ekkert eftir og börðust fyrir sínu og með smá lukku
(þó að Birgir segi að hún sé ekki til í knattspyrnu) hefði það átt að skila okkur sigrinum.

Úrslit og markaskorarar
B lið
Grindarvík - Álftanes 6-5  (Guðmundur Bjartur 2, Hlynyr 1 og Tómas 2)

A lið
Grindarvík - Álftanes 7-7  (Alex Þ 2, Atli Dagur 2, Gylfi Karl 1, Kjartan 1 og eitt var sjálfsmark hjá Grindarvík)

Kv Guðbjörn þjálfari

Leikir hjá A- og B-liðum gegn Grindavík

Sæl, öllsömul!

Á fimmtudag, 14. febrúar, leika A- og B-lið 4. flokks drengja leiki í níu manna liðum. Mótherjar eru Grindavík. Leikur A-liða er í Faxaflóamóti en leikur B-liða æfingaleikur. Um ræðir sams konar fyrirkomulag og viðhaft var fyrr í vetur í leikjum gegn Grindvík. 

Leikir þessir munu fara fram í Hrópinu í Grindavík sem er yfirbyggt knattspyrnuhús í næstum fullri stærð. Leikur B-liða mun hefjast kl. 16:30 og leikur A-liða kl. 17:30.

Drengir í B-liði þurfa að mæta við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 15:15 umræddan dag og drengir í A-liði kl. 16:15. Farið verður á einkabifreiðum og eru þeir foreldrar/forráðamenn sem hyggjast fara vinsamlegast beðnir um að staðfesta það hér inni á heimasíðunni. Þá er skorað á fólk að skipuleggja sig innbyrðis.

Liðsskipan verður eftirfarandi.

A-lið:
Alex Þór
Aron Logi (M)
Atli Dagur
Bjarni Geir
Daníel Guðjón
Davíð
Elías
Guðjón Ingi
Gylfi Karl
Kjartan
Magnús
Sævar
Örvar

B-lið:
Alex Ó.
Aron Logi (M)
Bjarki Fl.
Bolli Steinn
Brynjar Freyr
Elvar
Friðrik
Gabríel
Guðmundur Bjartur
Hlynur G.
Matthías Helgi
Salka
Sigurður
Tómas


Kv Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Selfoss/Hamar/Ægir - Álftanes: 6-7

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um leik Álftaness og Selfoss/Hamars/Ægis sem fram fór í gær, laugardaginn 9. febrúar, á Selfossi í rigningu og roki. Umræddur leikur var í Faxaflóamóti.

Einungis 12 iðkendur skiluðu sér til leiks af þeim 17 sem boðaðir voru og er það talsvert áhyggjuefni en það hefur ítrekað gerst í vetur að drengir hafa ekki skilað sér í verkefni og skemmst er að minnast fyrirhugaðs leiks A-liðs við Aftureldingu fyrir skömmu, sem ekki varð þó af, og leiks B-liðs við Hauka í Risanum fyrir áramót þar sem aðeins fjórir af þeim 13 iðkendum, sem boðaðir voru, mættu. Of oft hefur það gerst að engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna drengir mæta ekki og alltof, alltof seint erum við þjálfarar látnir vita, sé það yfirhöfuð gert. Þetta gerir allar skipulagningu afar erfiða. Vera kann að hluti skýringar sé vegna þess að tölvupóstur er ekki sérstaklega sendur til foreldra/forráðamanna. Rétt er þó að minna á að ítrekað hefur komið fram á fundum okkar að það sé með ráðum gert að fækka tölvubréfum og smám saman að beina öllu upplýsingastreymi í gegnum heimasíðu félagsins, gagngert til þess að iðkendur sýni ábyrgð og séu sjálfir meðvitaðir hvað sé framundan á hverjum tíma. Nóg um það!

Um hörkuleik var að ræða þar sem Álftanesdrengir léku á als oddi framan af, einkum í fyrri hálfleik gegn sterkum vindi. Ekki var liðin hálf mínúta af leiknum þegar fyrsta mark Álftaness kom en þar var Guðmundur Bjartur á ferð eftir undirbúning frá Alex. Eftir tíu mínútna leik var staðan orðin 0-3, Álftanesi í vil. Óðu okkur drengir hreinlega í marktækifærum þegar hér var komið sögu og náðu að setja tvö mörk til viðbótar. Selfoss/Hamar/Ægir náði að svara fyrir sig með einu marki og stóð 1-5 í leikhléi, Álftanesi í vil.

Síðari hálfleikur byrjaði afleitlega en tvö mörk frá Selfossi/Hamri/Ægi komu á fyrstu tveimur mínútum hálfleiksins. Eftir það jafnaðist leikurinn og smám saman náðu okkar drengir yfirhöndinni á ný og hreinlega óðu í marktækifærum. Treglega gekk að nýta færin og um tíma stóðu leikar 4-5, Álftanesi í vil, sem var mjög gegn gangi leiks. Tvö mörk frá báðum liðum komu þó áður en yfir lauk og urðu lyktir því 6-7, Álftanesi í vil. Að mati okkar þjálfara geta Selfoss/Hamar/Ægir vel við unað þeim úrslitum enda var sigurinn mun öruggari en þau úrslit gefa til kynna. Mörk Álftaness gerðu: Gylfi Karl 3, Alex Þór 1, Atli Dagur 1, Guðmundur Bjartur 1, Guðmundur Ingi 1.

Heilt yfir erum við þjálfarar afar ánægðir með frammistöðuna sem var á köflum framúrskarandi og líklega það besta sem sést hefur í vetur. Náðu drengir frábærum samleik, héldu knetti innan liðs, sköpuðu sér urmul marktækifæra og léku sem lið.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Fjáröflun

Sæl öll

Næsta fjáröflun 4. flokks drengja verður í næstu viku, 11. – 17.  febrúar. Það er merkjasala fyrir Hjartaheill.  http://hjartaheill.is/

Ég mun mæta á æfingu á þriðjudag 12. feb. (kvöldæfingu) og láta strákana hafa merki til að selja og úthluta þeim götum. Ef einhverjir eru að fara í frí og vilja byrja strax á mánudag geta þeir haft samband við mig um helgina í síma 862-9292. Ekki má byrja sölu fyrr en mánudag 11. feb.

Þessi sala verður ekki merkt hverjum dreng heldur fer allt í einn pott sem deilist á þá sem taka þátt eins og í dósasöfnunum. Álftanesið er frátekið fyrir okkur í þessari sölu og því meigum við ganga í hús á nesinu og ef einhver hefur vilja til að selja við sundlaugina.

Merkin á að selja á 1.000 kr og fá drengirnir 350 krónur af hverri sölu.

Skila verður þeim merkjum sem ekki seljast og borga mismun, því verður að passa vel uppá merkin og skila mér þeim sem ekki seljast ásamt innkomunni af sölunni í vikulokin. Svo það er alveg bannað að týna merki.

Til upplýsinga þá verður herferð í gangi hjá Hjartaheill, auglýsingar í sjónvarpi og öðrum miðlum svo ég á frekar von á að salan verði betri eftir því sem líður á vikuna og fólk veit betur af herferðinni.

Bestu kveðjur
f.h. foreldraráðsins
Hildur Gylfadóttir
8629292