Mótið á laugardaginn

Sæl öll,

Núna er ég kominn með skipulagið fyrir laugardaginn. 

Lið 1 á fyrsta leik kl 13:30 og í því liði eru; Adolf, Bessi, Bjarni, Dagur og Stefán Emil. 

Lið 2 á fyrsta leik kl 13:42 og í því liði eru; Aron Yngvi, Leó, Róbert, Skarphéðinn og Víðir.

Lið 3 á fyrsta leik kl 13:42 og í því liði eru; Gunnar, Klemenz, Kristján, Kristófer og Valur.

Mæting í Hveragerði er því stundvíslega kl 13:00 og erum við í nýja loftbóluvellinum. Þegar kalt er úti þá er enþá kaldara inni, því ráðlegg ég ykkur að koma vel klædd undirbúin fyrir kulda. Síðasti leikur allra liða er kl 15:30.

Kostnaður fyrir þetta mót er 2000kr á keppanda og fá þeir að móti loknu verðlaunapening, pítsu og ís eftir mótið. 

Mæta með takkskó, legghlífar og góða skapið, við þjálfarar komum með keppnistreyjur fyrir þá sem vanta.

Kv, Örn, Dagur og Atli

Jólamót Kjörís

Sæl öll,

Núna erum við að fara á jólamót Kjörís og spilum við 14. desember. Leikið verður í nýju knattspyrnuhöllinni, það er ekki komin dagskrá hvenær þeir byrja að spila en það verður laugardaginn 14. desember. Skráið strákana í kommentakerfinu og látið vita hvort að þið mætið, einnig vil ég að þið látið vita hvort þið komið ekki. Því fyrr sem allir eru búnir að skrá sig því betra.

Kv, Örn og Dagur

Landsleikur í dag

Sæl öll,

Ég vona að allir munu horfa á leikinn í dag og strákarnir skemmti sér vel yfir leiknum, þeir geta lært mjög mikið af því að horfa á þennan leik, endilega horfiði á með strákunum.

Kv, Örn og Dagur