Fréttir

Sæl öll,

Við fórum á mót í lok október og voru strákarnir frábærir á því móti og erum við þjálfararnir mjög ánægðir með þá. Allir unnu sem lið og sá ég ekki betur en það að allir hafa skemmt sér alveg konunglega á þessu móti. Við erum að skoða að taka æfingaleiki við einhver félög og er það allt í vinnslu.

Það fer að líða að fyrsta fundinum fyrir Shellmótið í eyjum og mun ég senda út mail og minna alla á að mæta á þann fund, gríðarlega mikilvægt. Við munum fara yfir fjáraflanir og fyrstu punkta fyrir Shellmótið. Meira um það síðar

Þessi síða hefur ekki þurft að vera rosalega mikið í notkun uppá síðkastið og biðjumst við afsökunar á því, það hefur verið lítið að frétta, en endilega haldið áfram fylgjast með síðunni.

Kv, Örn og Dagur

Mótið á morgun - Liðsskipan

Sæl öll,

Nú er allt klárt fyrir mótið á morgun og liðsskipan tilbúin.

Lið 1 á fyrsta leik kl 12:30 og eiga því að mæta ekki seinna en 12:00, í því liði eru: Bessi, Bjarni, Dagur, Leó, Skarphéðinn, Stefán Smári og Tómas.

Lið 2 á fyrsta leik kl 9:00 og eiga því að mæta ekki seinna en 8:40, í því liði eru: Aron Yngvi, Elmar, Kristján, Kristófer, Róbert, Stefán Emil, Valur og Víðir.

Hvert lið leikur 5 leiki í riðli og svo einn leik á móti lið í hinum riðlum. Það verður leikinn 7 manna bolti og er leiktíminn 1 x 9 mín. 

Mótsgjald er 2000kr  á keppanda og greiðist við upphaf móts svo allt sé klárt, strákarnir fá pizzu og svala í mótslok.

Kv, Örn og Dagur 

Mót á laugardaginn

Sæl öll,

Við erum skráð á mót á laugardaginn í Keflavík. Þið þurfið að staðfesta inná síðunni hvort að strákurinn ykkar mætir svo að þið vitið hvenær þið eigið að mæta með strákana í Keflavík, það verður spilað í knattspyrnuhöllinni. Þegar allir eru búnir að skrá sig þá set ég inn hvenær hverjir eiga að mæta klukkan hvað og geri ég ráð fyrir því að það verður komið inn annaðhvort fimmtudag eða föstudag.

Kv, Örn 

Tækniþjálfun - tækniæfingar

Sæl, öllsömul!

Tækniæfingar í umsjá undirritaðs munu hefjast fimmtudaginn 24. október nk. Upphaflega stóð til að hefja æfingar á morgun, 17. október, en vegna veikinda þjálfara er það ekki unnt. Því miður!

Fyrirkomulag æfinga verður með því sniði að drengjum á eldra ári í 6. flokki mun standa umrædd tækniþjálfun til boða og verður um sameiginlegar æfingar að ræða með drengjum í 5. aldursflokki. Æfingarnar munu standa frá kl. 18 til 18:30, sem áður segir á fimmtudögum, og fara fram á sparkvellinum á Álftanesi.

Iðkendur þurfa sjálfir að leggja til knött. Mikilvægt er að iðkandi mæti með knött sem hæfir hans aldursflokki, t.d. ef leikið er með knött nr. þrjú að iðkandi eigi eða hafi til umráða knött í þeirri stærð. Þá er mikilvægt að loft sé í knöttum og að þeir séu af nokkuð vandaðri gerð og skoppi t.d. eðlilega. Er þetta gert í því augnamiði að hvetja iðkendur til þess að eiga knött og fara vel með hann.

Framangreind tækniþjálfun er byggð á viðurkenndum aðferðum við tækniþjálfun í knattspyrnu og er kennd við hið þekkta „Coerver-system“. Hugmyndafræðin gengur út á einstaklingstækniþjálfun og ekki síst því að iðkandi læri ákveðin grunnatriði sem hann sjálfur getur svo þróað með því að æfa sig sjálfur, aftur og aftur.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.