Æfing á morgun, föstudag, og æfingaleikur á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Þar sem æfing féll niður á þriðjudag verður æfing á morgun, föstudag. Verður hún frá kl. 18 á sparkvellinum á Álftanesi. Að lokinni æfingu verður miðum vegna dósasöfnunar á mánudag úthlutað. 

Á sunnudag er svo ráðgert að leika æfingaleik við Aftureldingu. Upphaflega áttu lið þessi að leika í Faxaflóamóti á laugardag en lið Álftaness hefur verið dregið úr keppni. Fyrirkomulag á sunnudag verður þannig að leikin verður 11 manna knattaspyrna þar sem við munum frá lánsmenn frá Aftureldingu eins og þurfa þykir. Leikar hefjast kl. 14:30 en leikið verður að Varmá í Mosfellsbæ.

Allar stúlkur flokksins eru boðaðar (og mögulega einhverjar úr 5. flokki) og þurfa þær að vera mættar á leikstað, fullbúnar til leiks, kl. 14.  

Öll forföll ber að tilkynna, það auðveldar skipulagningu. 

Birgir þjálfari.

Æfing fellur niður í dag en æft verður á föstudag í staðinn

Sæl, öllsömul!

Af óviðráðanlegum orsökum fellur æfing niður í dag, þriðjudaginn 25. febrúar.

Þess í stað verður æfing á föstudaginn kemur, líklega frá kl. 17, en það mun skýrast eigi síðar en á fimmtudag.

Birgir þjálfari.

Æfingaleikur á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Vek athygli á að ráðgert er að leika æfingaleik gegn FH á sunnudag, 23. febrúar. Leikin verður sjö eða átta manna knattspyrna og hefjast leikar kl. 16 í Risanum í Hafnarfirði.

Stúlkur þurfa að mæta á keppnisstað ca hálfri klukkustund fyrir leik, fullbúnar til leiks. Stúlkur þurfa að láta vita ef þeim vantar keppnisskyrtur en fyrirfram er reiknað með að allar stúlkur eigi eina slíka.

Birgir þjálfari.

Leik frestað

Sæl, öllsömul!

Búið er að fresta fyrirhuguðum leik á sunnudag þar sem fáar stúlkur eru tiltækar hjá FH vegna vetrarfrís í grunnskólanum. Því miður! 

Lílklega verður leikið um næstu helgi þar sem stúlkur á yngra ári á Álftanesi verða utan bæjar í næstu viku.  

Birgir þjálfari.