FH - Álftanes, æfingaleikur í Risanum

Sæl, öllsömul!

Ég ætla þá að fara nokkrum orðum um æfingaleik FH og Álftaness sem fram fór um þarsíðustu helgi. Leikið var í Risanum, sjö gegn sjö.

Í stuttu máli var um kaflaskiptan leik að ræða þar sem okkar stúlkur og heillum horfnar í fyrri hálfleik og náðu sér engan veginn á strik. FH stúlkur voru betri á öllum sviðum knattspyrnunnar og náðu skora níu mörk gegn þremur í fyrri hálfleik en mörk FH stúlkna voru síður en svo of mörg og um stöðulega yfirburði var að ræða. Mörk Álftaness gerðu Eva, Ída María og Salka. Að mínu mati var frammistaðan í fyrri hálfleik, spilalega, ein sú slakasta sem ég hef séð til stúlknanna.  

Allt annað var uppi á teningnum í síðari hálfleik og mætti allt annað Álftaneslið inn á völlinn. Jafnræði var með liðum og ef eitthvað var voru okkar stúlkur beittari en FH stúlkur sem léku með óbreytt lið. Þá náðist á köflum um góður samleikur og þá er ekki að sökum að spyrja. Okkar stúlkur náðu að skora fimm mörk í síðari hálfleik gegn tveimur mörkum FH-inga. Salka gerði þrjú og Sylvía 1. Lyktir leiks urðu því 11-7, FH í vil. Margar léku vel í síðari hálfleik þá einkum Svandís sem stóð sig frábærlega í markinu. Vonandi mun hún verja mark liðsins í komandi leikjum.  

Heilt yfir er bæði ánægður og ekki ánægður með frammistöðuna. Sem áður segir var fyrri hálfleikur slakur en hinn síðari mjög góður. Augljóst er að stúlkurnar eru ekki nægjanlega góðri leikæfingu og þurfa að spila meira. Það stendur allt til bóta en nokkuð erfitt að finna verkefni fyrir svo fámennan hóp. Þá hefur æfingasókn batnað til muna og ekki er ástæða til annars en að vera bjartsýnn um framhaldið.  

Birgir þjálfari.

Leikurinn á morgun er kl. 16

Sæl, öllsömul!

Það athugast að leikurinn á morgun, sunnudag, hefst kl. 16. Að öðru leyti skal vísað til fyrri færslu þar sem allar helstu upplýsingar koma fram. 

Birgir þjálfari.

Æfingaleikur á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, 16. mars, verður leikinn æfingaleikur við FH. Leikið verður í Risanum í Hafnarfirði, væntanlega í átta manna liðum. Mun umræddur leikur hefjast annaðhvort kl. 15 eða 16 en það mun skýrast í dag eða á morgun.

Allir iðkendur flokksins eru boðaðir og þurfa stúlkur að vera mættar u.þ.b. hálfri klukkustund fyrir leik, fullbúnar til leiks en ekki verður boðið upp á búningaaðstöðu.

Birgir þjálfari.

Æfingaleikur við Aftureldingu - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Ég ætla þá að fara nokkrum orðum um æfingaleik Álftaness og Aftureldingar er fram fór um þarsíðustu helgi. Leikur þessi fór fram að Varmá í Mosfellsbæ við ekkert sérlega góðar aðstæður en leikin var 11 manna knattspyrna. Vegna mikilla anna fórst fyrir að rita um leikinn uns nú.

Skemmst er að frá að segja að nokkuð var á brattann að sækja hjá okkar stúlkum en Afturelding er með prýðilegt lið í þessum aldursflokki og talsvert mikla breidd. Við höfum hins vegar verið að ströggla að ná í lið, æfingasókn hefur verið fremur dræm og liðið hefur af þeim sökum ekki leikið mikið. Miðað við það var um prýðilega frammistöðu að ræða. Afturelding var þó sterkara liðið á vellinum og náði að setja fimm mörk gegn einu frá okkar stúlkum í fyrri hálfleik. Mark Álftaness gerði Salka. 

Í síðari hálfleik var aðeins meira jafnræði með liðum og á stöku stað náðust ágætir spilakaflar í leik okkar stúlkna. Skilaði betri leikur tveimur mörkum frá okkar stúlkum er bæði komu frá Sölku. Afturelding náði að setja fjögur í siðari hálfleik en tvö þeirra marka komu í blálokin. Lyktir leiks urðu því 9-3, Aftureldingu í vil, sem verða að teljast sanngjörn úrslit.

Heilt yfir er ég afar ánægður með að hafa náð að tefla fram 11 manna liði. Á hinn bóginn var liðið kannski ekki alveg tilbúið í slíkt verkefni á þessum tímapunkti og margar stúlkur voru nokkru sínu besta. Aðalatriðið er hins vegar að halda ótrauðar áfram og þegar þessi orð eru rituð er æfingasókn að batna og þá munu verða fleiri verkefni í boði. Nú um stundir er t.d. enn verið að finna tíma fyrir leik gegn FH og þá stendur okkur til boða æfingaleikur í 11 knattspyrnu við HK sem væntanlega mun fara fram í næstu viku.

Læt þetta duga að sinni en muna stúlkur að vera duglegar og reyna ávallt að mæta á æfingar þegar þið eigið tök á.

Birgir þjálfari.