Haukar - Álftanes - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Á miðvikudag, 1. maí sl., var leikið í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum þegar att var kappi við Hauka. Fóru leikir þessir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Úrslit urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

A-lið:
Haukar – Álftanes: 4-1 (Freyja 1).

B-lið:
Haukar – Álftanes: 9-1 (Hann Sól).

Hjá A-liðum áttu stúlkurnar ekki góðan fyrri hálfleik og stóð 3-0 í leikhléi, Haukum í vil. Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum og voru okkar stúlkur ívið betri en Haukar og stjórnuðu leiknum. Bæði lið skoruðu þó sitt markið hvort og urðu lyktir því 4-1, Haukum í vil. Mark Álftaness skoraði Freyja en um gott mark var að ræða. Að mati okkar þjálfara gefa úrslit þessi ekki rétta mynd af getu liðanna því um nokkuð jöfn lið er að ræða.

Hjá B-liðum var mjög á brattann að sækja hjá okkar stúlkum og sáu þær aldrei til sólar gegn mjög sterku Haukaliði. Lyktir urðu 9-1, Haukum í vil en þau úrslit gefa nokkuð rétta mynd af gangi leiks og þeim mun sem er á liðunum. Mark Álftaness gerði Hanna Sól en um gott mark var að ræða.

Heilt yfir erum við þjálfarar nokkuð ánægðir með frammistöðuna og margt jákvætt var í leik okkar stúlkna þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið hagstæð.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Grótta - Álftanes, leikir í Faxaflóamóti á mánudag - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Á mánudag, 6. maí, verður leikið í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum þegar att verður kappi við Gróttu. Munu leikir þessir fara fram á Gróttuvelli. Liðsskipan verður eftirfarandi:

A-lið: Birta, Eva, Freyja, Guðný (M), Hekla, Katrín, Selma, Sylvía og Veronika.

B-lið: Aþena Ösp, Ásta Glódís, Elsa María, Hólmfríður Sunna (M), Ísabella Líf, Rebekka Steinunn, Thelma Siv og Viktoría. Þá eru stúlkur í 6. flokki, sem æft hafa með flokknum, enn fremur boðaðar. Um ræðir Anítu, Diljá, Hönnu Sól, Rebekku, Silju og Svandísi.

Leikur A-liða hefst kl. 16 og B-liða kl. 16:50. Stúlkur þurfa að vera mættar á leikstað eigi síðar en 30 mínútum fyrir leik, fullbúnar til leiks. Keppnisskyrtur verða afhentar á leikstað.

Brýnt er að tilkynna um öll forföll, það auðveldar skipulagningu, en einhver forföll munu vera fyrirsjáanleg, einkum hjá yngra ári. Verði forföll munu mögulega einhverjar stúlkur færast til í liðum, þá úr B-liði í A-lið.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allir komist á áfangastað.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikir við ÍBV verða ekki um helgina

Sæl, öllsömul!

Leikir við ÍBV munu ekki fara fram um helgi komandi. Mögulega fara þeir fram þarnæstu næstu helgi, þá laugardaginn 11. maí.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikir í Faxaflóamóti næstu daga

Sæl, öllsömul!

Athygli er hér vakin á því að bæði á laugardag og mánudag verður líklega leikið í Faxaflóamóti. Á laugardag er ráðgert að leika frestaða leiki við ÍBV og á mánudag við Gróttu.

Enn er ekki unnt að staðfesta þetta, nema leikina við Gróttu á mánudag, sem hefjast kl. 16 (A-lið) og 16:50 (B-lið) og fara fram á Gróttuvelli. Um leið og þetta liggur allt saman fyrir þá verður það kunngert hér inni á síðunni, sem og að tilkynning verður send út með tölvupósti. Vonandi mun þetta skýrast eigi síðar en á morgun, föstudag. Biðjum því fólk að fylgjast með.  

Þá er athygli vakin á því að sunnudaginn 12. maí nk. er ráðgert að leika í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum við Snæfellsnes. Munu þeir leikir fara fram í Ólafsvík og hefjast kl. 10 og 10:50. Mögulega verður leiktíma eitthvað hnikað, t. d. til kl. 12 og 12:50, en það er þó ekki víst. Nánar um það þegar nær dregur.   

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.