Æfingin á morgun, fimmtudag

Sælar, stúlkur. 

Æfingin á morgun verður á áður ákveðnum tíma, þ.e. kl. 12.  

Birgir Jónasson þjálfari. 

Mögulega breyttur æfingatími á fimmtudag

Sælar, stúlkur. 

Veðurspá fyrir fyrri hluta dags á fimmtudag er ekki spennandi. Ráðgert var að hafa æfingu kl. 12 umræddan dag en eins og spár líta út er hætta á að vindhraði verði 10 metrar á sekúndu (eitthvað þó að draga úr).

Við verðum að sjá til með hvað verður. Eins og staðan er núna er mögulegt að við þurfum að færa æfinguna til síðari hluta dag, þá til kl. 18. Skýrist það væntanlega annað kvöld.  

Vil svo vekja athygli á að leikurinn á laugardag verður kl. 13 í stað kl. 16. Um breytingu hjá KSÍ er að ræða. 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Dagskrá í apríl

Sælar, stúlkur.

Birti hér dagskrá fram að mánaðamótum.

18. apr., þriðjudagur, kl. 18-19:30 (gervigras).
20. apr., fimmtudagur (sumardagurinn fyrsti), kl. 11-12:30 (gervigras).
21. apr., föstudagur, kl. 18-19 (gervigras).
22. apr., laugardagur, kl. 16, leikur í Lengjubikar gegn HK/Víkingi (Bessastaðavöllur).
24. apr., mánudagur, kl. 18-19:45 (gervigras og lyftingasalur).
25. apr., þriðjudagur, kl. 18-19:30 (gervigras).
27. apr., fimmtudagur, kl. 18-19:30 (gervigras).
28. apr., föstudagur, kl. 18-19 (gervigras).
29. apr., laugardagur, kl. 13, æfingaleikur gegn Keflavík (Bessastaðavöllur).

Birgir Jónasson þjálfari.

Aðgangur að líkamsrækt

Sælar, stúlkur.

Nokkur atriði varðandi aðgang að líkamsræktinni.

Ég er búinn að senda uppfærðan iðkendalista sem á að liggja frammi í afgreiðslu sundlaugar Álftaness.

Þær stúlkur sem eiga Garðakort þurfa að tryggja að fyllt sé á kortið með inneign. Það er gert í afgreiðslu sundlaugarinnar. Þær stúlkur sem ekki eiga Garðakort þurfa að panta það í afgreiðslu sundlaugarinnar. Stúlkur þurfa að leggja út fyrir því en Ármann gjaldkeri mun svo endurgreiða ykkur. Kortið kostar 800 kr.

Garðakort veitir ykkur svo aðgang að líkamsræktinni og sundlauginni. Brýnt er hins vegar að þið skráið ykkur í afgreiðslu, líkt og aðrir viðskiptavinir, en það er hluti samkomulagsins við Gym heilsu.

Birgir Jónasson þjálfari.