Áhugaverð grein um að knatt­spyrna auki sjálfs­traust stúlkna

Sælar, stúlkur. 

Vek athygli á frétt sem birtist m.a. á vef mbl.is í dag um lýðfræðilega evrópska rannsókn um að knatt­spyrna auki sjálfs­traust stúlkna. Sjá: http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2017/05/17/knattspyrna_eykur_sjalfstraust_stulkna/.  

Hin upphaflega frétt er af vef Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og er birt inni á vef sambandsins undir eftirfarandi slóð: http://www.uefa.com/womenseuro/news/newsid=2470403.html#report+shows+football+boosts+girls+confidence.   

Mjög áhugavert að mínu mati en þarf e.t.v. ekki að koma á óvart þar sem knattspyrna og knattspyrnuiðkun er mannbætandi.   

Birgir Jónasson þjálfari.    

Uppfærð dagskrá fyrir maí

Sælar, stúlkur. 

Birti hér uppfærða dagskrá fyrir maí. Búið er að taka miðvikudagsæfingar út, sem er í samræmi við sem við ræddum. Æfingar sem strikað er yfir eru æfingar sem voru á upphaflegri dagskrá. Er einnig að endurskoða hvort við eigum að vera í styrktarþjálfun þegar vikulegur æfingatími er að jafnaði fjórar og hálf klukkustund. E.v.t. væri skilvirkara að stúlkur myndu sjálfar annast sína styrktarþjálfun, þá undir minni leiðsögn. Vil biðja ykkur um að hugsa þetta með mér.   

1. maí, mánudagur,kl. 11-12:30, æfing (gervigras).
2. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
3. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
4. maí, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
6. maí, laugardagur, kl. 14, leikur gegn HK/Víkingi í Bikarkeppni KSÍ (Kórinn).

8. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
9. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
10. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
11. maí, fimmtudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
13. maí, laugardagur, kl. 14, leikur gegn Völsungi í Íslandsmóti (Bessastaðavöllur).

15. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
16. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras og lyftingasalur).
17. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
18. maí, fimmtudagur, kl. 18-19, æfing (gervigras).
19. maí, föstudagur, kl. 19:15, leikur gegn Aftureldingu/Fram í Íslandsmóti (Bessastaðavöllur).

21. maí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (grasvöllur).
22. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur og lyftingasalur).
23. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (grasvöllur).
24. maí, miðvikudagur, kl. 18-19, æfing (grasvöllur).
25. maí, fimmtudagur, kl. 19:15, leikur gegn Hvíta riddaranum í Íslandsmóti (Tungubakkavöllur).

28. maí, sunnudagur, kl. 17-18:30, æfing (gervigras).
29. maí, mánudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
30. maí, þriðjudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).
31. maí, miðvikudagur, kl. 18-19:30, æfing (gervigras).

Birgir Jónasson þjálfari.

Álftanes - Völsungur, stutt endurgjöf

Sælar, stúlkur.

Ætla að vera með stutta endurgjöf um leikinn í gær. Við fórum reyndar ágætlega yfir þetta að leik loknum, en eftir að hafa farið yfir í leikinn í huganum síðan þá finnst mér mín fyrsta greining eiginlega vera það sem helst var að, þ.e. við töpuðum leiknum í stöðunni maður gegn manni, bæði varnar- og sóknarlega og við réðum illa við nokkra leikmenn Völsungs. Endurspegla mörk Völsungs það, þ.e. tvö þeirra komu eftir einstaklingsframtak leikmanna þar sem við litum ekki vel út.

Heilt yfir var ágætisflæði á knettinum hjá okkur og það voru fullt af möguleikum sem við náðum ekki að nýta. Mér fannst vanta meiri vinnusemi í okkur (grimmd í vinna svonefndan annan bolta) og það var of lítil hreyfing á liðinu þrátt fyrir að næðum oft og tíðum upp ágætri pressu á mótherjann. Af þeim sökum hafði leikmaður með knöttinn e.t.v. ekki marga kosti og stundum var eins og um slæma ákvarðanatöku væri að ræða. Það sem ég vil segja um það stúlkur er að reynsla ætti að vera einn af okkar meginstyrkleikum, leikmenn þekkja hver annan vel og við eigum einfaldlega að gera betur í leik sem þessum (a.m.k. alls ekki að tapa svo jöfnum leik 0-3).

Við getum ekki annað gert en að halda áfram, láta ekki deigan síga og reyna bæta leik okkar.

Birgir Jónasson þjálfari.

Fyrsti leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur. 

Fyrsti leikur í Íslandsmóti á morgun þegar att verður kappi við Völsung.  

Mæting kl. 11 á morgun að Kaffi Álftanes. Allar stúlkur boðaðar. Í framhaldi munum við fara í íþróttahúsið og undirbúa okkur. Leikar hefjast kl. 14.  

Munum spila í nýjum búningum. Þá eru nýir upphitunarbúningar einnig komnir í hús.  

Birgir Jónasson þjálfari.